Námskeið og fræðsla

Fræðsla er stór og mikilvægur þáttur í starfsemi ICI. Fræðsluþjónustan býður upp á margvísleg námskeið, fyrirlestra og fræðslufundi fyrir ýmsa hópa. Með því að færa bendilinn yfir "námskeið og fræðsla" má sjá þau námskeið sem eru í boði en auk þess er alltaf hægt að panta fræðslu fyrir hópa með sérstakar áherslur á ákveðið efni.

Fræðsla um fordóma og fjölmenningarlegt samfélag hefur t.d. verið vinsælt námskeið á vinnustöðum og hjá opinberum stofnunum, námskeið um fjölmenningarlega kennsluhætti hafa verið afar vinsæl hjá skólum og hefur ICI boðið upp á slík námskeið í fjölda skóla á Íslandi og víðsvegar um Evrópu, m.a. í Þýskalandi, Belgiu, Grikklandi og Skotlandi auk þess að hafa tekið á móti fjölda kennara frá Evrópu á slík námskeið hér á landi.