ITTS Alþjóðlegir kennarar í skóla morgundagsins

Menningarlegur fjölbreytileiki er nauðsynlegur hluti af evrópsku skólaumhverfi. Engu að síður fylgir fagleg viðurkenning alþjóðlegra kennara (þar með taldir kennarar með bakgrunn flóttafólks) margar áskoranir.

Meginmarkmið evrópska samstarfsverkefnisins ITTS Alþjóðlegir kennarar í skóla morgundagsins -  Kerfisbreytingar sem tilefni fyrir fjölmenningarlega skólaþróun og gagnkvæman lærdóm. (International Teachers for Tomorrow’s School – System Change as an Occasion for Intercultural School Development and Mutual Learning), er að styðja faglega endurkomu alþjóðlegra kennara á styrkleikamiðaðan hátt og gera skólum kleift að styðja nýtt samstarfsfólk á fjölbreytni-næman hátt.

Verkefnið beinist að þverþjóðlegu stöðumati, þróun ITTS gáttar, þróun hugmynda og ráðgefandi efnis sem og hugmyndum um upptöku þess í námskrá háskólanna.

ITTS miðar að því að vera hvati fyrir alþjóðlega kennara sem og fyrir skóla og kennaramenntun með samvinnu við samstarfsaðila í sjö löndum (Belgíu, Þýskalandi, Grikklandi, Íslandi, Póllandi, Slóveníu og Tyrklandi).

Fylgjast má með framgangi verkefnisins á heimasíðu þess og á samfélagsmiðlum

Vefsíða

Facebook