Fréttir

ICI í 20 ár

Þann 7. apríl fagnaði ICI 20 ára starfsafmæli. Síðan apríl 2003 hefur ICI starfað óslitið að fræðslu gegn fordómum og rasisma auk þess að bjóða upp á margvísleg námskeið fyrir kennara sem vilja nálgast fjölbreyttan hóp nemenda sinna með virkum og skapandi kennsluaðferðum þar sem m.a. áhersla er lögð á gagnkvæma virðingu, traust og samstöðu. Vinnustaðir, opinberar stofnanir, félagasamtök og fleiri og fleiri hafa fengið okkur til að halda námskeið fyrir sitt fólk bæði á Íslandi  og víða í Evrópu. Öll námskeið ICI hafa alltaf baráttu gegn fordómum og rasisma að leiðarljósi. Við fögnuðum 20 árunum með hópi þátttakenda frá ýmsum evrópulöndum með köku eins og vera ber á afmælum!
 

{texti}

Nýir kúrsar 2023 og 2024

Af fréttum hér á þessum vef að dæma mætti halda að ekkert hafi verið í gangi hjá ICI síðan 2021 en sú er aldeilis ekki raunin. Við höfum bara verið of uppteknar til að uppfæra vefinn reglulega. ICI hélt námskeið fyrir kennara og aðra áhugasama bæði á Íslandi og víða í Evrópu á árinu 2022, nú síðast í Selb í Þýskalandi.Tvö Erasmus+ verkefni eru að klárast þetta árið og má sjá frekari upplýsingar um þau hér - ITTS og D-Eva.  Það má líka fylgjast með því sem við erum að stússa á fb síðu ICI - fb

{texti}

Nýir hópar 2021

Loksins fór allt af stað aftur hjá ICI og þrátt fyrir að ekki hafi séð fyrir endann á Covid í Evrópu gátum við haldið nokkur námskeið, bæði hér á Íslandi og í Evrópu. Hlökkum til næsta árs með fullt af nýjum viðfangsefnum, alltaf í baráttunni gegn fordómum og rasisma og fyrir jafnrétti og réttlæti!

{texti}

Þrjú ný Erasmus+ verkefni

Hvern hefði grunað að námskeiðið okkar í Borgarnesi í mars 2020 yrði það síðasta í svona langan tíma? Okkur grunaði það sannarlega ekki. Við gátum þó boðið upp á nokkur námskeið á netinu, en það er nýtt fyrir okkur hjá ICI að bjóða upp á slíkt en þeim var vel tekið af þeim sem tóku þátt. Nú þegar Ísland er að opnast aftur og margir evrópskir kennarar fullbólusettir sýnist okkur þátttakan ætla að verða meiri en nokkru sinni.

í öðrum fréttum er það helst að við erum nú þátttakendur í þremur nýmum Erasmus+ verkefnum sem við munum leggja okkar af mörkum og læra af.

Upplýsingar um verkefnin eru hér fyrir neðan á ensku:

International Teachers for Tomorrows Schools (ITTS) is a project led by the University of Bielefeld with partners from University of Leven, Belgium, Panepistimio Aigaiou, Greece, University of Mariboru, Slovenia, Izmir University, Turkey and Akademia Pomorsk, Poland and ICI.  The aim of the project is to provide support for sustainable integration and inclusion of teachers with a refugee background in schools.  The early stages of the project include transnational stocktaking with a survey which is currently under test stage.  This will inform the materials that will be produced to support the aim and have four target groups: Teachers with refugee background and international teachers, Teachers, mentors and principals of schools, Teacher training students and lecturers in teacher training at universities.   ICIs key role will be to provide training to the partners to ensure that Intercultural considerations underpin the project content and direction.

You can find the project fb link here
https://www.facebook.com/KA2.ITTS.Europe/

Practical Skills with Digital Technologies in Teacher Education (D Eva) led by the University of Barcelona with partners from Stichting Hogeschool Van Amsterdam, University of Timisoara and ICI.   This project has a focus the pillars of People; Organisatons; Interactions; Resources and Digital Gap.  It seeks to support innovative assessment practice in teacher training and support educators and leaders to improve skills and bridge gaps in assessment practice for both students and academics in Higher Education.  E assessment resources will be developed to secure authentic, sustainable and effective student assessment of work and build technical capacity to use e assessment in a coherent way.  Importantly it aims to equip universities with mechanisms to make positive changes and organically incorporate digital solutions. ICIs key role here will also be to provide training for the partners with main focus on creative assessment methods for diverse groups of learners.

The third project is called Nurturing Creativity in Education but this project is just starting and we will share more information about it soon

{texti}

Cancelled courses due to COVID 19 virus

It is with great regret that we have to announce that our courses for April and May 2020 have now been postponed.

All participants on these courses have been informed of this decision.

Whilst Iceland is not under any travel restrictions nor is it considered a high risk area we have taken the decision due to the nature of our groups coming from across Europe and an ever changing scenario meaning that some might have to deal with last minute changes and travel restrictions.

We also wish to be pro active and ethical in our approach to playing our role in infection control under the area of gatherings of people.

We hope that you understand that our decision has been made in the best interests of our participants.


Gleðilegt nýtt ár 2020

Enn eitt árið liðið hjá ICI, næstum 17 ár liðin síðan við byrjuðum árið 2003. Á þeim tíma höfum við kynnst ótrúlega mörgum áhugaverðum og áhugasömum einstaklingum sem sótt hafa námskeiðin okkar eða verið samstarfsaðilar okkar í innlendum eða evrópskum verkefnum. Við kláruðum INAR, but (Im not a racist, but...) verkefnið 2019 og vorum stolltaf af því að hafa hlotið viðurkenningu frá Rannis fyrir vel unnið verkefni og er þetta í annað sinn sem við fáum slíka viðurkenningu fyrir Evrópuverkefni sem við stýrum. Við hlökkum til að takast á við margvísleg ný verkefni á árinu 2020.

Við þökkum öllu samstarfsfólki, þátttakendum og velunnurum fyrir samstarfið á árinu og óskum öllum allt hið besta á nýju ári.

{texti}

Gleðilegt nýtt ár 2019

Kæru vinir ICI. Nú er sá tími árs sem við lítum til baka og rifjum upp hversu áhugaverð og gefandi verkefni við höfum unnið að á árinu sem er að líða.  Við munum eftir öllum þessum frábæru og áhugasömu þátttakendum á námskeiðunum okkar og það veitir okkur sannarlega von fyrir framtíðina.  Við sáum kennara sem brenna fyrir velfarnaði og lærdómsmöguleikum sinna fjölbreyttu nemendahópa og við sáum samstarfsaðila á Íslandi og frá Evrópu sem vinna hörðum höndum að því að berjast gegn fordómum, mismunun og rasisma í sínu daglega starfi og lífi. Allt þetta veitir okkur aukna von fyrir næstu kynslóðir. Saman tökum við hænuskref í átt að réttlátari heimi og vonandi höldum við því öll áfram á næsta ári.

Við óskum ykkur öllum gleðilegs, gefandi og spennandi nýs árs og þökkum það liðna.
Hér má sjá nokkrar minningar frá 2018


ICI gefur út nýja bók

Komin er út ný bók eftir Guðrúnu Pétursdóttur í útgáfu ICI. Bókinni, sem er skrifuð á ensku er ætlað að vera handhæg handbók fyrir kennara sem hafa áhuga á fjölbreyttum samvinnunámsaðferðum sem henta vel í fjölbreyttum nemendahóp og sem hafa sýnt sig að gagnast vel við að þjálfa fjölmenningarlega hæfni nemenda. Bókin er gagnleg kennurum á öllum skólastigum og fæst nú í bóksölu stúdenta

Nemendahópar okkar eru fjölmenningarlegir, jafnvel þó enginn í hópnum sé af erlendum uppruna. Nemendur okkar mæta allir í skólann, mótaðir af sinni persónulegu menningu; þau koma frá félagslega- og efnahagslega ólíkum heimilum, eiga menntaða eða ómenntaða foreldra, eru með ólíkan trúar eða trúleysis bakgrunn, eru af ólíkum þjóðernisuppruna, ólíkt heilsufar, kyn og kynhneigð, með ólíka hæfni og styrkleika… allt þetta og miklu fleira gerir þau að fjölmenningarlegum hóp því allt þetta hefur áhrif á menningu hvers og eins. Í sérhverjum nemendahóp munum við finna nemendur sem hentar illa hið hefðbundna kennsluform þannig að við þurfum að vera tilbúin að bjóða nemendum upp á nám sem býður upp á virkni, skapandi og gagnrýna hugsun og þjálfun í samskiptum og samvinnu.

Þessari bók er ætlað að vera praktísk handbók fyrir kennara, kennaranema og aðra sem koma að kennslu þar sem megin áhersla er lögð á ólíkar samvinnunámsleiðir og hvernig þær gagnast best í fjölbreyttum nemendahóp.

{texti}

Ég er enginn rasisti, en

Kynningarfundur á stuðningsefni fyrir fordómafræðslu

Hversdagsrasismi og fordómar er því miður hluti af daglegu lífi stórs hluta fólks af erlendum uppruna á vinnustað þeirra skv. nýlegri rannsókn ICI. Vinnustaðir hafa brugðist við með því að halda námskeið eða fundi með starfsfólki, sem stundum sýnir allt frá áhugaleysi til ögrandi hegðuna við umræðuefninu.  Á kynningarfundinum verður farið yfir markmið og niðurstöður verkefnisins, prófaðar aðferðir og kynnt stuðningsefni fyrir kennara eða fræðslufulltrúa vinnustaða. Efnið er allt aðgengilegt á íslensku eða með íslenskum texta.

Staður: Húsnæði Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin)

Tími: 5. júlí 2018 kl. 13.00 - 17.00

Takmörkuð þátttaka er á fundinum og biðjum við fólk vinsamlegast að skrá þátttöku með tölvupósti á netfangið: gudrun@ici.is


INAR, but… ráðstefna í Bucharest

1. Júní næstkomandi mun samstarfsverkefnið INAR, but... (Ég er enginn rasisti, en...) halda fjölþjóðlega ráðstefnu í Bucharest, Rúmeníu.

Meðfylgjandi má sjá dagskrá ráðstefnunnar. Þess ber að geta að fræðslufundur um verkefnið verður einnig haldinn á Íslandi í júlí eða ágúst en staður og stund verður auglýst síðar.