CLIEC– Cooperative learning in European Context

CLIEC verkefnið

Markmið:

Verkefnið snerist fyrst og fremst um CLIM aðferðina og athugun á því hvernig hún hentaði í mismunandi skólakerfum. Aðferðin og kennsluefni í tengslum við hana hefur verið þróuð við háskólann í Gent í Belgíu á undanförnum árum og er nú notuð í fjölda skóla þar í landi. Yfirmarkmið aðferðarinnar er að nemendur verði fjölmenningarlega hæfir, þ.e. að þeir læri að meta fjölbreytileika samfélagsins og félagsþroski þeirra sé örvaður í gegnum samvirtkt nám.

Markmið verkefnisins var að kanna hvort mögulegt er að nota sama kennsluefni í skólum annarra Evrópulanda en Belgíu og aðlaga efnið ef nauðsynlegt þykir.

Lýsing á verkefninu:

Verkefnið var styrkt af Comeniusar - áætlun Evrópusambandsins. Stjórnandi verkefnisins var Háskólinn í Gent í Belgíu en auk Íslands tóku þátt í verkefninu stofnanir og skólar í Póllandi og á Spáni. Stjórnandi  verkefnisins á Íslandi var ICI- InterCultural Iceland og var verkefnastjóri Guðrún Pétursdóttir. Verkefnið fólst í því að tveir kennarar úr íslenskum grunnskólum og einn kennari frá KHÍ sóttu námskeið í Belgíu þar sem þeir fengu þjálfun í því að þjálfa starfandi kennara til að beita Clim aðferðinni og nota Clim kennsluefnið. Viðkomandi kennarar héldu námskeið fyrir alla kennara 4. – 7. bekkjar í Mýrarhúsaskóla og Lækjarskóla og boðið var upp á sambærileg námskeið hjá Símenntunarstofnun KHÍ. Kennarar þessara bekkja notuðu síðan efnið á skipulegan hátt með nemendum sínum og í framhaldi af því var metið hvaða breytingar þyrfti að gera á því til að það gagnaðist sem best í íslensku skólakerfi.