Námskeið fyrir evrópska kennara

ICI hefur haldið fjölda námskeiða í tengslum við Grundtvig og Comenius áætlanirnar. Námskeiðin eru ýmist haldin á þýsku eða ensku og koma þátttakendur víða að. Þátttakendur á námskeiðunum, sem haldin hafa verið síðan 2004, hafa komið frá 30 evrópulöndum og er fjöldi þátttakenda um 900 kennarar ólíkra skólastiga. Á þessum evrópsku námskeiðum skapast skemmtilegt andrúmsloft þar sem kennarar ræða málin, bera saman bækur og læra hver af öðrum ekki síður en af kennurum námskeiðanna.

Námskeiðin eru svipuð þeim námskeiðum sem boðið er uppá fyrir íslenska kennara en íslenskir kennarar eru einnig velkomnir á þessi námskeið.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna með því að smella á hnappinn með fánanum í hægra horninu og velja þar Courses and Education.