Leiðir til að minnka brottfall nemenda úr verknámi

Verkefnið er Evrópusamstarfsverkefni, styrkt af Leonando da Vinci áætluninni

Eins og fram kemur á heimasíðu Samstarfsverkefna:

“Í Leonardo samstarfsverkefnum er lögð áhersla á fjölbreyttan samstarfshóp og virkt samstarf menntastofnana, starfsgreina, aðila vinnumarkaðarins og atvinnulífsins.  Í sumum verkefnum er lögð áhersla á þátttöku notenda; nema eða annara sem málefnið varðar beint en í öðrum verkefnum er lögð áhersla á vinnu og beina þátttöku sérfræðinga í starfsmenntun og starfsfólk þátttökustofnana.”

Verkefnið sem ICI tekur þátt í nú ber nafnið: “Leiðir til að minnka brottfall nemenda úr verknámi” eða “Strategies to Encourage Retention in Vocational Education” á ensku.

Markmið verkefnisins:

Í öllum þátttökulöndum höfðu samstarfsaðilar orðið varir við ákveðið vandamál tengt brottfalli nemenda í iðn-og verkenámi. Markmið verkefnisins var að auka þátttöku og áhuga á iðn– og verknámi með því að kynna margíslegar leiðir og aðferðir sem samstarfsaðilar hafa jákvæða reynslu af eða eru að reyna í sínum skólum.  Markmiðið var að aðferðirnar hvetji nemendur til að vera áfram í námi og minnki líkurnar til brottfalls.

Í verkefninu sameinuðu krafta sína 7 stofnanir frá 6 löndum (UK, Íslandi, Frakklandi, Finnlandi, Belgíu og Tyrklandi) til bera saman góðar hugmyndir og útkomur og setja saman lista yfir “best praxis” hjá mismunandi stofnunum eða skólum. Aðferðirnar voru einnig reyndar hjá samstarfsskólum þar sem það átti við.

Samstarfsskóli ICI í verkefninu var Fjölbrautaskóli Suðurnesja og starfsmenn verkefnisins voru Guðrún Pétursdóttir, Hanna Maria Kristjánsdóttir og Guðmundur Grétar Karlsson. Auk þess tekur hópur kennara frá FS þátt í verkefninu sem rýnihópur sem prófar ákveðnar leiðir og gefur endurgjöf á þær hugmyndir sem fram koma í verkefninu.

Í lok verkefnisins var haldin vegleg ráðstefna í Ankara í Tyrklandi þar sem yfir 100 kennarar tóku þátt í vinnustofum og sóttu fyrirlestra samstarfsaðila verkefnisins. Ein afurð samstarfsins var svokallaður "TOR" vefur (Tips on Retention") en er honum ætlað að aðstoða kennara og skólastjórnendur á framhaldsskólastigi að bregðast við og gera áætlanir til að forða nemendum frá brotthvarfi. TOR vefinn má sjá með því að smalla hér

Hér til hliðar má sjá nokkrar myndir úr starfinu og af ráðstefnunni í Ankara