Hversdagsrasismi á vinnustaðnum - Hvernig tilfinning er það?

ERAW

Verkefnið er Evrópusamstarfsverkefni, styrkt af Leonando da Vinci áætluninni

Eins og fram kemur á heimasíðu Samstarfsverkefna:

“Í Leonardo samstarfsverkefnum er lögð áhersla á fjölbreyttan samstarfshóp og virkt samstarf menntastofnana, starfsgreina, aðila vinnumarkaðarins og atvinnulífsins.  Í sumum verkefnum er lögð áhersla á þátttöku notenda; nema eða annara sem málefnið varðar beint en í öðrum verkefnum er lögð áhersla á vinnu og beina þátttöku sérfræðinga í starfsmenntun og starfsfólk þátttökustofnana.”

Verkefnið sem ICI stýrir ber nafnið: “Hversdagsrasismi á vinnustaðnum. Hvernig tilfinning er það? Hvað getum við gert?

Markmið verkefnisins:

Duldir fordómar eða “hversdagsrasismi” á vinnustöðum er vandamál sem sumar samstarfsstofnanir verkefnisins hafa allir orðið varar við í störfum sínum með innflytjendum. Markmið verkefnisins er að byrja á því að kanna með spurningalista upplifun mismunandi etnískra minnihlutahópa á duldum fordómum á vinnustöðum. Kannað verður í hversu hátt hlutfall viðmælenda hefur upplifað slíka hegðun gagnvart sér og hvernig líðan tengdist slíkri upplifun. Þegar allar samstarfsstofnanir hafa safnað saman svörum frá þeim minnihlutahópum sem stærstir eru á þeirra svæði, verða settar fram hugmyndir að fræðsluáætlun og vitundarvakningu, með niðurstöður könnunarinnar í huga.

Í verkefninu taka þátt fjórar stofnanir frá 4 löndum, Skotlandi, Íslandi, Þýskalandi og Ítalíu. Upphaflega var stofnun sem vinnur með Romafólki í Ungverjalandi líka þátttakandi en sú stofnun þurfti að hætta þátttöku eftir fyrsta samstarfsfundinn. Þær stofnanir sem eftir eru hafa sérþekkingu á mismunandi sviðum sem nýtist verkefninu afar vel þ.e. ítölsku  samstarfsaðilarnir eru sérfræðingar í rasisma, Che frá þýskalndi eru sérfræðingar í málefnum innflytjenda, frá Skotlandi koma kennarar og stjórnendur iðnskóla sem mikinn áhuga hefur á að vinna með samskipti og viðhorf nemenda sinna gagnvart fjölbreyttum vinnustöðum og frá Íslandi kemur InterCultural Ísland sem hefur sérþekkingu á rasisma og fordómum auk þess að hafa haldgóða þekkingu á fjölmenningarlegri kennslu. Allar samstarfsstofnanir  leggja áherslu á að hafa innflytjendur sjálfa virka þátttakendur í verkefninu á öllum stigum þess.

Starfsmenn verkefnisins fyrir hönd ICI eru Guðrún Pétursdóttir, Anna Maria Milosz og Angelica Cantú Dávila. Starfsnemi ICI og þátttakendi í verkefninu eru Marina de Quintanilha e Mendonça

Nú þegar hafa verið haldnir 4 samstarfsfundir þar sem í öllum tilfellum hefur verið farið í heimsóknir ýmist til verkmenntaskóla eða rætt við félög innflytjenda á viðkomandi stað.

Á fyrsta fundi á Íslandi var lagt á ráðin hvernig verkefninu skyldi hagað og ICI kynnti rannsókn sem þá var á lokastigum um hversdagsfordóma á Íslandi. Farið var í heimsókn í Tækniskólann þar sem Guðmundur Páll gaf okkur góða innsýn í starf Tækniskólans og áttum við umræður um mögulegt samstarf varðandi fræðslu nemenda um hversdagsfordóma á vinnustað.

Á öðrum fundi á Ítalíu fengum við tækifæri til að hitta fulltrúa stéttarfélaga á fundi þar sem vandamálið var rætt og leitað hugmynda frá þeim um hvaða leiðir þeir teldu gagnlegastar til að takast á við vandamálið. Auk þess var fundur með félagi kínverja í Turin (Italian-Chinese New Generation Association) og

Á þriðja fundi í London var boðaður fundur með Don Flynn, yfirmanni the Migrant Rights Network og hittum því næst fulltrúa frá fjölda félaga innflytjenda sem vinna gegn fordómum og mismunun í London og fengu þátttakendur margar góðar hugmyndir frá þeim auk þess sem við kynntum verkefnið okkar sem vakti mikinn áhuga þátttakenda.

Næstsíðasti fundur verkefnisins var svo í Dortmund þar sem þátttakendur fengu enn á ný að hitta áhugaverð félög innflytjenda þar sem verkefnið var kynnt og hugmyndum safnað. Meiri upplýsingar má einnig finna á Facebook síðu ICI - https://www.facebook.com/pages/InterCultural-Iceland/263369640353211

Nú fer að líða að lokum verkefnisins og ákveðið hefur verið að lokaráðstefnan verði haldin í Arbroath Skotlandi þann 13. mai 2014. Skrifuð hefur verið skýrsla um fræðilegan bakgrunn ýmissa hugtaka, niðurstöður kannanna um birtingarmyndir hversdagsfordóma í þátttökulöndunum og hugmyndir að úrbótum. Í viðhengi III má finna uppkast að dagskrá ráðstefnunnar. Skýrsluna má finna á þessum vef undir greinar eða með því að smella hér. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast með því að smella hér.

Ráðstefnan í skotlandi var send út beint á netinu (live stream) og en hægt er að hlusta á alla fyrirlestra með því að smella hér.