Fréttir

ICI í 20 ár

Þann 7. apríl fagnaði ICI 20 ára starfsafmæli. Síðan apríl 2003 hefur ICI starfað óslitið að fræðslu gegn fordómum og rasisma auk þess að bjóða upp á margvísleg námskeið fyrir kennara sem vilja nálgast fjölbreyttan hóp nemenda sinna með virkum og skapandi kennsluaðferðum þar sem m.a. áhersla er lögð á gagnkvæma virðingu, traust og samstöðu. Vinnustaðir, opinberar stofnanir, félagasamtök og fleiri og fleiri hafa fengið okkur til að halda námskeið fyrir sitt fólk bæði á Íslandi  og víða í Evrópu. Öll námskeið ICI hafa alltaf baráttu gegn fordómum og rasisma að leiðarljósi. Við fögnuðum 20 árunum með hópi þátttakenda frá ýmsum evrópulöndum með köku eins og vera ber á afmælum!
 

Til baka

{texti}