Túlkaþjónusta

ICI tekur að sér að útvega þýðingar og túlkun á flestum tungumálum og hafa allir túlkar ICI langa reynslu af túlkun og þýðingum auk þess sem allir túlkar þurfa að sækja ítarlegt túlkanámskeið áður en þeir hefja störf hjá ICI.

ICI hefur nú 153 túlka á skrá og býður upp á túlkun á 63 tungumálum.

Í lögum um réttindi sjúklinga frá árinu 1997 kemur fram eftirfarandi “Sjúklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi  en talar ekki íslensku eða notar táknmál á rétt á þjónustu túlks. Heilbrigðisfólki ber að sjá til þess að sjúklingurinn fái þessa þjónustu” (Sjá heimasíðu heilbrigðisráðuneytis).

Til að geta uppfyllt þessa þjónustu er mikilvægt fyrir lækna og starfsfólk heilbrigðisþjónustu, sem og alla aðra í þjónustutörfum að hafa góðan aðgang að túlkaþjónustu þar sem það getur á þægilegan hátt pantað túlk á mismunandi tungumálum.

InterCultural Ísland er með rammasamning bæði við Reykjavíkurborg og Ríkiskaup.

Túlkaþjónusta fyrir heilbrigðiskerfið, félagsþjónustu og skóla er ekki virðisaukaskattsskyld.

Hjá öðrum bætist vsk ofan á uppgefin verð.

 

Við auglýsum eftir túlkum!

Ef þú telur þig tala nógu góða íslensku og eitthvað annað tungumál til að geta með góðu móti túlkað á viðkomandi tungumáli — hafðu þá endilega samband við okkur. Við getum bætt við okkur fólki á túlkaskrá á ýmsum tungumálum.

Panta túlk

Hægt er að panta túlk með því að hringja í síma 5179345 eða með því að senda tölvupóst á netfangið angelica@ici.is

Allir túlkar ICI hafa skrifað undir þagnareið, hafa sótt ítarlegt túlkanámskeið hjá ICI, hafa skrifað undir siðareglur túlka og skilað inn sakavottorði.