Fréttir

INAR, but… vefsíðan

Nú hefur vefsíða Erasmus verkefnisins, INAR, but... , verið opnuð - www.inar.is.

Á vefsíðunni er nú þegar hægt að nálgast upplýsingar um verkefnið en þegar við höfum lokið við þróun stuðningsefnisins fyrir leiðbeinendur/kennara á námsekiðum gegn fordómum, verður það einnig aðgengilegt þar. ICI er verkefnastjóri verkefnisins en samstarfsaðilar eru frá Þýskalandi, Rúmeníu og Skotlandi.

INAR verkefnið er líka með fb síðu og má finna hana hér


Við flytjum!

Skrifstofa InterCultural Íslands flytur. Frá og með 31. júlí verður skrifstofan á Fiskislóð 81, 2. hæð. Gengið er inn á hliðinni við hliðina á bifreiðaverkstæðinu.

Skrifstofan verður lokuð 28. júlí vegna flutninga.


Námskeið, námskeið, námskeið...

Við hjá ICI höfum verið óskaplega uppteknar þetta vorið með námskeið hér og þar um allskyns málefni sem þó öll snúa að því á einhvern hátt að vinna gegn fordómum og rasisma. Við höldum mikið af námskeiðum fyrir evrópska kennara, bæði á Íslandi og utan, þar sem áhersla er á fjölmenningarlega kennsluhætti fyrir öll skólastig. Í júní vorum við svo í Þýskalandi með námskeið fyrir Kommunale Integrationszentren (LaKI) í Dortmund og eftir það var haldinn annar fundur INAR verkefnisins. Þið getið lesið meira um verkefnið hér á síðunni undir eða á fb síðu verkefnisins INAR, but...

Í ágúst byrjum við svo á fullum krafti aftur, fyrst með framhaldsnámskeið fyrir Dalvíkurskóla og svo í september fyrir stóran evrópskan hóp kennara frá 7 Evrópulöndum.

Alltaf fjör hjá ICI smile

{texti}

Könnun á gagnsemi námskeiða ICI

Jafnvel þó niðurstöður þess mats sem við hjá ICI framkvæmum í tengslum við öll okkar lengri námskeið hafi verið næstum 100% jákvætt, höfum við í gegnum tíðina oft spurt oft spurt okkur hvort sú ánægja og gagnsemi sé enn til staðar nokkrum mánuðum eða jafnvel árum síðar. Við ákváðum því að leggja stutta netkönnun fyrir fyrrverandi þátttakendur á evrópunámskeiðunum okkar þ.e. þátttakendur, sem hafa sótt námskeiðin í gegnum Erasmus+ áætlunina. Niðurstöður könnunarinnar voru afar jákvæðar og gáfu okkur endurnýjaðan kraft til að halda því verki sem við byrjuðum árið 2004 áfram. Niðurstöður könnunarinnar má lesa hér.

Við viljum nota tækifærið og óska öllum vinum og velunnurum ICI Gleðilegs nýs árs með kærum þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða!


Frumkvöðlasmiðjan gekk vel!

Við hjá ICI erum okkur alltaf meðvituð um þann auð og styrk sem innflytjendur koma með inn í íslenskt samfélag. Þess vegna sóttum við um styrk í Þróunarsjóð innflytjendamála til að halda frumköðlavinnustofu, sérsniðna fyrir innflytendur. Við fengum til liðs við okkur sérfræðing á sviði frumkvöðlakennslu, Ágúst Pétursson, og þróuðum í samvinnu við hann 20 kennslustunda vinnustofu sem hann síðan kenndi síðustu vikuna í október. Aðsóknin að vinnustofunni var slík að ekki fer á milli mála að mikil þörf er fyrir slík námskeið á Íslandi. Hugmyndirnar streymdu frá þátttakendum og virknin og dugnaðurinn var ótrúlegur.
Við þökkum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að hugmyndirnar muni halda áfram að þróast og verða að veruleika!

{texti}

Ég er enginn rasisti, en…

"Ég er enginn rasisti, en..." er nafnið á Erasmus+ verkefni sem InterCultural Ísland hefur fengið styrk til vinna með sambærilegum stofnunum í Þýskalandi, Skotlandi og Rúmeníu. Markmið verkefnisins er að hanna námskeið og stuðningsefni fyrir þá sem halda vilja námskeið um dulda fordóma og rasisma, sérstaklega með tilliti til að ná til þeirra sem ekki hafa áhuga á þátttöku á slíku námskeiði af ýmsum ástæðum. Nafnið á verkefninu vísar einmitt til þess að margir þekkja ekki hinar ólíku birtingarmyndir fordóma og rasisma og telja sig þess vegna alls ekki þurfa á slíku námskeiði að halda. Verkefnið snýr að því að hanna námskeið þar sem fólk fær tækifæri til að ræða saman og vinna verkefni í öruggu umhverfi  og hanna stuðningsefni fyrir þá sem veita námskeið um þetta viðkvæma og stundum eldfima málefni. Þannig er sjónum beint að þeim sem valda vanlíðan og útilokun ákveðinna hópa frekar ein þeim sem fyrir mismununinni verða. Hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnisins á facebook síðu verkefnisins þegar hún er komin í gagnið. Upplýsingar um hvenær það verður er hægt að sjá hér og á facebook síðu ICI


Frumkvöðlasmiðja

Nýtt fólk – Nýjar hugmyndir

Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur

26th to 30th September 17.00 – 20.00

Það kostar ekkert að taka þátt í frumkvöðlasmiðju InterCultural Ísland.  Smiðjan er hugsuð fyrir innflytjendur sem eru að hugleiða að stofna eigið fyrirtæki eða langar einfaldlega að kynnast íslensku viðskiptaumhverfi. Af hverju innflytjendur? Eins og flestir vita þá koma innflytjendur með margháttaða reynslu, þekkingu og nýjar og nýstárlegar hugmyndir frá heimalandinu.

Markmið smiðjunnar er m.a. að uppgötva nýja þekkingu og hæfni og veita innflytjendum tækifæri til að fjalla um hugmyndir sínar og kanna möguleika þeirra í íslensku samfélagi

Helstu atriði sem fjallað verður um eru:

  • Skoða og þróa (viðskipta) hugmyndir, markmiðasetning, markaðsgreining og markaðsáætlun, fjárhagsleg atriði, kynningar- og sölutækni.
  • Innsýn og skilningur á starfi og lífi frumkvöðulsins.
  • Innsýn í íslenskt viðskiptaumhverfi og helstu atriði sem þarf að hafa í huga við að stofna og reka fyrirtæki eða „non profit“ fyrirtæki á Íslandi.
  • Notast verður við íslensku og ensku jöfnum höndum og því er nauðsynlegt að til staðar sé grundvallarþekking á öðru þessara tungumála.

Ekki er tekið gjald fyrir smiðjuna. Aðeins geta 20 manns tekið þátt. Þátttakendur sem komast að þurfa að samþykkja að mæta alla dagana. Umsóknarfrestur er 15. sept. 2016. Ef þú vilt skrá þig eða ert með spurningar þá vinsamlega sendu e-mail til: agustp@centrum.is. Í skráningu þarf að koma fram fullt nafn, heimilisfang, farsímanúmer, þjóðerni og kennitala:

Leiðbeinandi verður G. Ágúst Pétursson, en hann hefur áralanga reynslu af að þróa og halda frumkvöðlasmiðjur á Íslandi.

InterCultural Ísland, Síðumúla 1, 108 Reykjavík

E-mail fyrir upplýsingar og skráningu: agustp@centrum.is

Ef þið viljið prenta út auglýsingu má finna hana hér. Þennan sama texta má einnig finna undir news á þessari vefsíðu.

{texti}

Vor og sumar hjá ICI

Þá er komið sumar og kennarar flestir komnir í verðskuldað sumarfrí. Við hjá ICI höfum haft nóg að gera núna í vor með námskeið bæði hér á Íslandi fyrir kennara héðan og þaðan úr Evrópu en einnig höfum við verið með námskeið m.a. í Rúmeníu og Þýskalandi. Stundum höfum við ekki tíma til að vera á staðnum eins og áhugaverðri ráðstefnu í Florens núna í júní og má sjá "virtual presentation" og fjölda áhugaverðra fyrirlestra hér.

Júlí verður rólegur mánuður hjá okkur en síðan byrja ný námskeið og verkefni í ágúst. Eitt af verkefnunum sem verður í brennidepli hjá okkur næstu tvö árin er Erasmus+ verkefni sem ICI mun stýra og ber nafnið "Im not a racist, but..." eða INAR. Markmið verkefnisins er að hanna námskeið og stuðningsefni fyrir þá sem halda vilja námskeið um dulda forsdóma og rasisma, sérstaklega með tilliti til að ná til þeirra sem ekki hafa áhuga á þátttöku á slíku námskeiði af ýmsum ástæðum. Nafnið á verkefninu vísar einmitt til þess að margir þekkja ekki hinar ólíku birtingarmyndir fordóma og rasisma og telja sig þess vegna alls ekki þurfa á slíku námskeiði að halda. Verkefnið snýr að því að hanna námskeið þar sem fólk fær tækifæri til að ræða saman og vinna verkefni í öruggu umhverfi  og safna og hanna stuðningsefni fyrir þá sem veita námskeið um þetta viðkvæma og stundum eldfima málefni. Þannig er sjónum beint að þeim sem valda vanlíðan og útilokun ákveðinna hópa frekar ein þeim sem fyrir mismununinni verða.

Einnig má fylgjast með störfum okkar á fb síðu ICI.

{texti}

Gleðilegt nýtt ár 2016!

InterCultural Ísland teymið óskar öllu okkar samstarfsfólki nær og fjar, námskeiðsþátttakendum, túlkum, vinum og velunnurum okkar bestu nýjárskveðjur.

Megi árið 2016 vera ykkur öllum gott og gæfuríkt!

{texti}

Nýr starfsmaður hjá ICI

Heppnin var með okkur þegar við fengum Cherry Hopton til liðs við okkur!

Cherry er menntaður félagsfræðingur og félagsfræðikennari sem starfað hefur við kennslu á mennta- og háskólastigi síðastliðin 20 ár við Dundee & Angus College í Skotlandi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða fyrir kennara m.a. um fjölbreyttar og skapandi matsleiðir og samvinnunám og hefur á undanförnum árum tekið þátt í námskeiðshaldi ICI víða í Evrópu. Hún mun tímabundið vinna að rannsóknum og námskeiðshaldi fyrir ICI og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í hópinn. Hafi skólinn ykkar áhuga á að fá fyrirlestur um reynslu hennar að samvinnunámi eða um fjölbreyttar og skapandi matsleiðir, vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu (gudrun(hjá)ici.is