Greinar

Aðgengi fólks af erlendum uppruna að íslenskum vinnumarkaði

Aðgengi fólks af erlendum uppruna að störfum í samræmi við menntun á íslenskum vinnumarkaði

Skýrsla um aðgengi fólks af erlendum uppruna að störfum í samræmi við menntun á íslenskum vinnumarkaði

Rannsóknin var unnin af Bjarney Friðriksdóttur og Guðrúnu Pétursdóttur fyrir InterCultural Island árið 2010.

Rannsóknin var styrkt úr Þróunarsjóði Innflytjendamála, Velferðarráðuneytinu.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar:

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að um helmingur viðmælenda hennar gegnir störfum á íslenskum vinnumarkaði sem eru í samræmi við menntun þeirra frá upprunalandi og að innflytjendur eru líklegri til að starfa í ósérhæfðu starfi á Íslandi en í upprunalandi sínu. Þær sýna einnig að meirihluti þeirra viðmælenda sem hefur reynt að fá menntun sína metna Íslandi hefur fengið hana viðurkennda án vandkvæða. Mat á háskólamenntun virðist því ekki vera mikilvægur áhrifaþáttur á aðgengi að starfi í samræmi við menntun. Hátt hlutfall, eða 35%, sem segist ekki hafa þurft að fá menntun sína metna er áhugavert og einnig er mikilvægt að skoða þau sjónarmið sem koma fram hjá hópi viðmælenda sem hafa ekki reynt að fá menntun sína metna vegna viðhorfa sem þau telja vera fyrir hendi gagnvart innflytjendum og menntun sem þeir hafa aflað sér í upprunalandi sínu. Þessi viðhorf virðast koma í veg fyrir að stór hópur fólks leiti eftir að fá störf í samræmi við menntun sína og starfsreynslu. Mikilvægt er að vinna á móti þeim viðhorfum með jákvæðum aðgerðum og styðja innflytjendur hvað það varðar strax við flutning til Íslands eins og kemur fram tillögum til úrbóta í kafla 8.

Nálgast má pdf útgáfu skýrslunnar í heild með því að smella hér

Til baka