Fréttir

ICI gefur út nýja bók

Komin er út ný bók eftir Guðrúnu Pétursdóttur í útgáfu ICI. Bókinni, sem er skrifuð á ensku er ætlað að vera handhæg handbók fyrir kennara sem hafa áhuga á fjölbreyttum samvinnunámsaðferðum sem henta vel í fjölbreyttum nemendahóp og sem hafa sýnt sig að gagnast vel við að þjálfa fjölmenningarlega hæfni nemenda. Bókin er gagnleg kennurum á öllum skólastigum og fæst nú í bóksölu stúdenta

Nemendahópar okkar eru fjölmenningarlegir, jafnvel þó enginn í hópnum sé af erlendum uppruna. Nemendur okkar mæta allir í skólann, mótaðir af sinni persónulegu menningu; þau koma frá félagslega- og efnahagslega ólíkum heimilum, eiga menntaða eða ómenntaða foreldra, eru með ólíkan trúar eða trúleysis bakgrunn, eru af ólíkum þjóðernisuppruna, ólíkt heilsufar, kyn og kynhneigð, með ólíka hæfni og styrkleika… allt þetta og miklu fleira gerir þau að fjölmenningarlegum hóp því allt þetta hefur áhrif á menningu hvers og eins. Í sérhverjum nemendahóp munum við finna nemendur sem hentar illa hið hefðbundna kennsluform þannig að við þurfum að vera tilbúin að bjóða nemendum upp á nám sem býður upp á virkni, skapandi og gagnrýna hugsun og þjálfun í samskiptum og samvinnu.

Þessari bók er ætlað að vera praktísk handbók fyrir kennara, kennaranema og aðra sem koma að kennslu þar sem megin áhersla er lögð á ólíkar samvinnunámsleiðir og hvernig þær gagnast best í fjölbreyttum nemendahóp.

Til baka

{texti}