Fréttir

Frumkvöðlasmiðja

Nýtt fólk – Nýjar hugmyndir

Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur

26th to 30th September 17.00 – 20.00

Það kostar ekkert að taka þátt í frumkvöðlasmiðju InterCultural Ísland.  Smiðjan er hugsuð fyrir innflytjendur sem eru að hugleiða að stofna eigið fyrirtæki eða langar einfaldlega að kynnast íslensku viðskiptaumhverfi. Af hverju innflytjendur? Eins og flestir vita þá koma innflytjendur með margháttaða reynslu, þekkingu og nýjar og nýstárlegar hugmyndir frá heimalandinu.

Markmið smiðjunnar er m.a. að uppgötva nýja þekkingu og hæfni og veita innflytjendum tækifæri til að fjalla um hugmyndir sínar og kanna möguleika þeirra í íslensku samfélagi

Helstu atriði sem fjallað verður um eru:

  • Skoða og þróa (viðskipta) hugmyndir, markmiðasetning, markaðsgreining og markaðsáætlun, fjárhagsleg atriði, kynningar- og sölutækni.
  • Innsýn og skilningur á starfi og lífi frumkvöðulsins.
  • Innsýn í íslenskt viðskiptaumhverfi og helstu atriði sem þarf að hafa í huga við að stofna og reka fyrirtæki eða „non profit“ fyrirtæki á Íslandi.
  • Notast verður við íslensku og ensku jöfnum höndum og því er nauðsynlegt að til staðar sé grundvallarþekking á öðru þessara tungumála.

Ekki er tekið gjald fyrir smiðjuna. Aðeins geta 20 manns tekið þátt. Þátttakendur sem komast að þurfa að samþykkja að mæta alla dagana. Umsóknarfrestur er 15. sept. 2016. Ef þú vilt skrá þig eða ert með spurningar þá vinsamlega sendu e-mail til: agustp@centrum.is. Í skráningu þarf að koma fram fullt nafn, heimilisfang, farsímanúmer, þjóðerni og kennitala:

Leiðbeinandi verður G. Ágúst Pétursson, en hann hefur áralanga reynslu af að þróa og halda frumkvöðlasmiðjur á Íslandi.

InterCultural Ísland, Síðumúla 1, 108 Reykjavík

E-mail fyrir upplýsingar og skráningu: agustp@centrum.is

Ef þið viljið prenta út auglýsingu má finna hana hér. Þennan sama texta má einnig finna undir news á þessari vefsíðu.

Til baka