Fréttir

Aftur á Dalvík

Í síðustu viku lá leið okkar aftur til Dalvíkur og í þetta sinn með námskeið fyrir starfsfólk leikskólans Krílakots þar sem hópurinn átti áhugaverða samræðu um menningu, viðhorf til fjölbreytileikans og fordóma. Þátttakendur voru afar virkir og áhugasamir og tóku fullan þátt í því að prófa ýmsa leiki og æfingar sem stuðla sérstaklega að samskipta- og samvinnuhæfni leikskólabarna. Okkur finnst Dalvíkurbyggð standa sig sérstaklega vel í fræðslumálum er varða fjölmenningarsamfélagið.

Til baka

{texti}