Skapandi kennsluaðferðir á fjölmenningarnámskeiðum

Verkefnið var Evrópusamstarfsverkefni, styrkt af Grundtvig áætluninni—Menntasamstarf sem felur í sér heimsóknir og stóð yfir frá 200- - 2011

Eins og fram kemur á heimasíðu Menntaáætlunarinnar: “Menntasamstarfið styrkir smærri stofnanir/samtök til að vinna verkefni í samvinnu við evrópskar sambærilegar stofnanir. Verkefnin geta verið af ýmsum toga á sviði fullorðinsfræðslu og markmiðið er að þau nýtist kennurum og nemendum í fullorðinsfræðslu. Áhersla er lögð á miðlun reynslu og aðferðafræði milli landa. Heimsóknir/fundaferðir eru stærri liður í þessum þætti en öðrum Grundtvig þáttunum”.

Markmið verkefnisins:

Í þessu samvinnuverkefni, vinna saman sex stofnanir/félög frá Evrópu við að hanna aðferðafræði, sem nýtast mun á námskeiðum um kosti fjölbreytileikans. Aðferðirnar sem unnið verður með munu einkennast af því að vera skapandi, höfða til upplifana og reynslu þátttakenda og vera næmar á mismunandi aðstæður.  Verkefnið mun leggja áherslu á að auka meðvitund fólks um hvernig útilokun og mismunun á sér stað, bæði samfélagslega og milli einstaklinga og hvetja til meðvitundar um  kosti fjölbreytileikans og hvernig hann styrkir samfélagið. 

Niðurstöður þessa þverfaglega samstarfs munu verða birtar í formi “námskeiðs-eininga” og verða aðgengilegar í öllum samstarfslöndunum, þeim sem vinna að vitundarvakningu varðandi kosti fjölbreytts samfélags.

Farið var í heimsóknir til fræðslustofnanna í hverju samstarfslandi en þau voru Pólland, Austurríki, Þýskaland, Ítalía, Wales og Ísland.

Afurð verkefnisins var hönnun stuttrar námsekeiðseiningar þar sem markmiðið var að auka meðvitund þátttakenda um kosti fjölbreytileikans og ólíkar birtingarmyndir fordóma og mismununar. Námskeiðseiningin var prófuð í Wales í einn dag og síðan gerðar breytingar í samræmi við reynslu þátttakenda og kennara.

Hér til hliðar má sjá myndir af starfinu á fundum og verkefnum en lögð var mikil áhersla á það í verkefninu að prófa raunverulea aðferðirnar sem ræddar voru á fundunum.