Evrópskt samstarf

Evrópsk samstarfsverkefni

InterCultural Ísland leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að vera í góðu sambandi við evrópskar stofnanir sem vinna að sambærilegum málefnum og ICI og hefur tekið þátt í fjölda evrópskra samstarfsverkefna allt frá stofnun árið 2003 auk þess að bjóða upp á námskeið fyrir evrópska kennara á sviði fordómafræðslu og fjölmenningarlegrar kennslu.

Hér að neðan er gert grein fyrir helstu samstarfsverkefnum sem ICI hefur ýmist stýrt eða tekið þátt í.

Hversdagsrasismi á vinnustaðnum - Hvernig tilfinning er það? Hvað getum við gert?  ERAW (2012— 2014) Leonardo da Vinci

Leiðir til að minnka brottfall nemenda úr verknámi (2009— 2011) Leonardo da Vinci áætlunin

Skapandi kennsluaðferðir á fjölmenningarnámskeiðum (2009— 2011) Grundtvig áætlunin

Leiðir til að örva frumkvöðlahugsun í fjölmenningarlegu samhengi (2007— 2009) Grundtvig áætlunin

CLIEC - Cooperative learning in European context  (2001— 2004) Comenius áætlunin