Fréttir

Vor og sumar hjá ICI

Þá er komið sumar og kennarar flestir komnir í verðskuldað sumarfrí. Við hjá ICI höfum haft nóg að gera núna í vor með námskeið bæði hér á Íslandi fyrir kennara héðan og þaðan úr Evrópu en einnig höfum við verið með námskeið m.a. í Rúmeníu og Þýskalandi. Stundum höfum við ekki tíma til að vera á staðnum eins og áhugaverðri ráðstefnu í Florens núna í júní og má sjá "virtual presentation" og fjölda áhugaverðra fyrirlestra hér.

Júlí verður rólegur mánuður hjá okkur en síðan byrja ný námskeið og verkefni í ágúst. Eitt af verkefnunum sem verður í brennidepli hjá okkur næstu tvö árin er Erasmus+ verkefni sem ICI mun stýra og ber nafnið "Im not a racist, but..." eða INAR. Markmið verkefnisins er að hanna námskeið og stuðningsefni fyrir þá sem halda vilja námskeið um dulda forsdóma og rasisma, sérstaklega með tilliti til að ná til þeirra sem ekki hafa áhuga á þátttöku á slíku námskeiði af ýmsum ástæðum. Nafnið á verkefninu vísar einmitt til þess að margir þekkja ekki hinar ólíku birtingarmyndir fordóma og rasisma og telja sig þess vegna alls ekki þurfa á slíku námskeiði að halda. Verkefnið snýr að því að hanna námskeið þar sem fólk fær tækifæri til að ræða saman og vinna verkefni í öruggu umhverfi  og safna og hanna stuðningsefni fyrir þá sem veita námskeið um þetta viðkvæma og stundum eldfima málefni. Þannig er sjónum beint að þeim sem valda vanlíðan og útilokun ákveðinna hópa frekar ein þeim sem fyrir mismununinni verða.

Einnig má fylgjast með störfum okkar á fb síðu ICI.

Til baka

{texti}