Fréttir

Nýr starfsmaður hjá ICI

Heppnin var með okkur þegar við fengum Cherry Hopton til liðs við okkur!

Cherry er menntaður félagsfræðingur og félagsfræðikennari sem starfað hefur við kennslu á mennta- og háskólastigi síðastliðin 20 ár við Dundee & Angus College í Skotlandi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða fyrir kennara m.a. um fjölbreyttar og skapandi matsleiðir og samvinnunám og hefur á undanförnum árum tekið þátt í námskeiðshaldi ICI víða í Evrópu. Hún mun tímabundið vinna að rannsóknum og námskeiðshaldi fyrir ICI og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í hópinn. Hafi skólinn ykkar áhuga á að fá fyrirlestur um reynslu hennar að samvinnunámi eða um fjölbreyttar og skapandi matsleiðir, vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu (gudrun(hjá)ici.is

Til baka