Fréttir

Könnun á gagnsemi námskeiða ICI

Jafnvel þó niðurstöður þess mats sem við hjá ICI framkvæmum í tengslum við öll okkar lengri námskeið hafi verið næstum 100% jákvætt, höfum við í gegnum tíðina oft spurt oft spurt okkur hvort sú ánægja og gagnsemi sé enn til staðar nokkrum mánuðum eða jafnvel árum síðar. Við ákváðum því að leggja stutta netkönnun fyrir fyrrverandi þátttakendur á evrópunámskeiðunum okkar þ.e. þátttakendur, sem hafa sótt námskeiðin í gegnum Erasmus+ áætlunina. Niðurstöður könnunarinnar voru afar jákvæðar og gáfu okkur endurnýjaðan kraft til að halda því verki sem við byrjuðum árið 2004 áfram. Niðurstöður könnunarinnar má lesa hér.

Við viljum nota tækifærið og óska öllum vinum og velunnurum ICI Gleðilegs nýs árs með kærum þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða!

Til baka