Fréttir

Frumkvöðlasmiðjan gekk vel!

Við hjá ICI erum okkur alltaf meðvituð um þann auð og styrk sem innflytjendur koma með inn í íslenskt samfélag. Þess vegna sóttum við um styrk í Þróunarsjóð innflytjendamála til að halda frumköðlavinnustofu, sérsniðna fyrir innflytendur. Við fengum til liðs við okkur sérfræðing á sviði frumkvöðlakennslu, Ágúst Pétursson, og þróuðum í samvinnu við hann 20 kennslustunda vinnustofu sem hann síðan kenndi síðustu vikuna í október. Aðsóknin að vinnustofunni var slík að ekki fer á milli mála að mikil þörf er fyrir slík námskeið á Íslandi. Hugmyndirnar streymdu frá þátttakendum og virknin og dugnaðurinn var ótrúlegur.
Við þökkum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að hugmyndirnar muni halda áfram að þróast og verða að veruleika!

Til baka

{texti}